Borgin hirti ekki um mengun við leikskóla

eft­ir Bald­ur Arn­ar­son

baldura@mbl.is

UND­IR lok síðasta ára­tug­ar kynnti Jón Benja­míns­son um­hverf­is­fræðing­ur niður­stöður sín­ar um nit­urdíoxíðsmeng­un, NO2, við á fimmta tug leik­skóla Reykja­vík­ur, fyr­ir troðfull­um sal leik­skóla­kenn­ara í Gerðubergi. Niður­stöðurn­ar voru nokkuð slá­andi og á skjön við þá út­breiddu skoðun að loft­meng­un í Reykja­vík væri hverf­andi: NO2-meng­un­in var yfir heilsu­vernd­ar­mörk­um við 20 leik­skóla í borg­inni sé miðað við nú­ver­andi mörk.

Mæl­ing­arn­ar voru gerðar árin 1997 til 1999 og átti Jón von á að þær yrðu end­ur­tekn­ar og mál­inu fylgt eft­ir.

Annað kom á dag­inn en eins og kem­ur fram í Morg­un­blaðinu í dag muna fjór­ir for­menn heil­brigðis­nefnd­ar borg­ar­inn­ar sem rætt var við ekki eft­ir því að loft­meng­un við leik­skóla hafi verið rædd sér­stak­lega á fund­um. Helgi Pét­urs­son, sem leiddi sam­ein­ingu heil­brigðis- og um­hverf­is­nefnd­ar Reykja­vík­ur á síðasta ára­tug, upp­lýsti þó við eft­ir­grennsl­an að máls­ins væri getið í fund­ar­gerð. Eng­ar til­lög­ur hefðu verið gerðar.

Þess ber að geta að heilsu­vernd­ar­mörk hafa farið lækk­andi á síðustu árum, m.a. vegna til­mæla frá Evr­ópu­sam­band­inu.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert