Borgin hirti ekki um mengun við leikskóla

eftir Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

UNDIR lok síðasta áratugar kynnti Jón Benjamínsson umhverfisfræðingur niðurstöður sínar um niturdíoxíðsmengun, NO2, við á fimmta tug leikskóla Reykjavíkur, fyrir troðfullum sal leikskólakennara í Gerðubergi. Niðurstöðurnar voru nokkuð sláandi og á skjön við þá útbreiddu skoðun að loftmengun í Reykjavík væri hverfandi: NO2-mengunin var yfir heilsuverndarmörkum við 20 leikskóla í borginni sé miðað við núverandi mörk.

Mælingarnar voru gerðar árin 1997 til 1999 og átti Jón von á að þær yrðu endurteknar og málinu fylgt eftir.

Annað kom á daginn en eins og kemur fram í Morgunblaðinu í dag muna fjórir formenn heilbrigðisnefndar borgarinnar sem rætt var við ekki eftir því að loftmengun við leikskóla hafi verið rædd sérstaklega á fundum. Helgi Pétursson, sem leiddi sameiningu heilbrigðis- og umhverfisnefndar Reykjavíkur á síðasta áratug, upplýsti þó við eftirgrennslan að málsins væri getið í fundargerð. Engar tillögur hefðu verið gerðar.

Þess ber að geta að heilsuverndarmörk hafa farið lækkandi á síðustu árum, m.a. vegna tilmæla frá Evrópusambandinu.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka