Dæmd í fangelsi fyrir fíkniefnasmygl

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur dæmt 23 ára gaml­an karl­mann í 18 mánaða fang­elsi og 21 árs gaml­an karl­mann og 18 ára gamla konu í 12 mánaða fang­elsi hvort fyr­ir að flytja 360 grömm af kókaíni til lands­ins á síðasta ári. Að auki var fólkið dæmt til að greiða máls­kostnað, sam­tals nærri 2,3 millj­ón­ir króna. Dóm­ur kon­unn­ar er skil­orðsbund­inn en hún á von á barni í sum­ar.

Sá sem hlaut þyngsta dóm­inn var fund­inn sek­ur um að hafa, að beiðni óþekkts vitorðsmanns, haft milli­göngu um flutn­ing kókaíns­ins til Íslands með því að setja sig í sam­band við hin tvö og fá þau til að flytja efnið hingað til lands frá Amster­dam í Hollandi.

Maður­inn af­henti „burðardýr­un­um" pen­inga til að greiða fyr­ir kók­an­ínið, flug­miða og uppi­hald í ferðinni. Fólkið fór síðan allt til Amster­dam um miðjan ág­úst en karl­maður­inn og kon­an, sem væg­ari dóm­ana hlutu fluttu kókaínið síðan til Íslands.

Fram kem­ur að kon­an flutti 161,9 grömm af kók­an­íni inn­vort­is en maður­inn flutti 198,6 grömm inn­an klæða. Þau voru stöðvuð af toll­vörðum við komu til Kefla­vík­ur­flug­vall­ar þar sem kókaínið fannst.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert