Mildi að ekki varð stórslys á Vesturlandsvegi

Frá slysstaðnum í dag.
Frá slysstaðnum í dag. mbl.is/Ingvar Guðmundsson

Mikil mildi þykir að ekki varð stórslys er laus pallur féll af vörubifreið í hringtorgi á Vesturlandsvegi undir Úlfarsfelli um klukkan 12:45 í dag. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var bíllinn á leið út úr bænum með fleyg, sem notaður er til að brjóta sundur klappir, á pallinum er óhappið varð og þykir mikil mildi að ekki var bíll við hlið vörubílsins er pallurinn losnaði og skall í götuna.

Nokkrar umferðartafir urðu á meðan verið var að hífa pallinn aftur upp á bílinn. Samkvæmt upplýsingum lögreglu virtust festingar á pallinum heilar og er því ekki ljóst hvað olli óhappinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert