Ný frímerki gefin út

Fyrsti togarinn sem var smíðaður sérstaklega fyrir Íslendinga er myndefni á frímerki sem Íslandspóstur gefur út 15. febrúar. Sama dag koma út frímerki í tilefni af 100 ára afmæli Kvenréttindafélags Íslands og smáörk í tilefni af Alþjóðlega heimskautaárinu 2007-2008.

Sameiginleg frímerkjaútgáfa Íslands, Grænlands og Færeyja lítur einnig dagsins ljós þennan sama dag, að því er segir í tilkynningu frá Íslandspósti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert