Skemmdarverk unnin í skjóli nætur í Hafnarfirði

Hér má sjá eitt vinnutæki sem varð fyrir skemmdum í …
Hér má sjá eitt vinnutæki sem varð fyrir skemmdum í nótt, en myndin er tekin í hesthúsahverfinu í Hafnarfirði. mbl.is/Júlíus

Lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur borist fjöldi til­kynn­inga um skemmd­ar­verk sem hafa verið unn­in í Hafnar­f­irði í nótt. Að sögn lög­reglu hafa skemmd­ar­verk verið unn­in á hús­um, bíl­um og vinnu­tækj­um vítt og breitt um bæj­ar­fé­lagið. Ljóst er að öfl­ug áhöld hafa verið notuð við spell­virk­in miðað við skemmd­irn­ar, en áhöld hafa m.a. verið rek­in í gegn­um bif­reiðar svo dæmi séu tek­in.

Ekki ligg­ur fyr­ir hvort um einn spell­virkja eða fleiri sé að ræða en lög­regla rann­sak­ar nú ýms­ar vís­bend­ing­ar sem hafa borist og tel­ur sig vera komna á spor skemmd­ar­vargs­ins. Ljóst er að um tug­milj­óna króna tjón er að ræða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert