Veginum var breytt vegna athugasemda

Á kynningarfundi tækni- og umhverfissviðs Mosfellsbæjar um hönnun og útfærslu tengivegar inn í Helgafellshverfi í gær kom m.a. fram að vegurinn hefði verið á aðalskipulagi Mosfellsbæjar frá árinu 1983 en Varmársamtökin leggjast gegn veginum og voru sjónarmið beggja aðila kynnt á fundinum.

Af hálfu Mosfellsbæjar hélt framsögu Haraldur Sverrisson, formaður skipulags- og byggingarnefndar. Sagði hann að eðli tengivegarins hefði verið breytt í samræmi við athugasemdir sem borist hefðu. Hefði hann verið klofinn upp í tvær götur á skipulagi Helgafellshverfis með 30 km hámarkshraða til að draga úr umferð og jafnframt fýsileika þess að umferð annarra hverfa notaði veginn til að komast út á Vesturlandsveg. Einnig hefði vegurinn verið færður frá Álafosskvosinni og sæist lítið frá byggðinni í Helgafellshverfi. Þá hefði vegurinn verið lækkaður fyrir framan kvosina til að "milda ásýnd" hans og stoðveggur lækkaður úr fjórum metrum í tvo. Ennfremur væri verið að auka þjónustustig í hverfinu í því skyni að minnka nauðsyn þess að íbúar fari úr því með tilheyrandi umferð. Tekur Haraldur skýrt fram að vegurinn eigi ekki að liggja í gegnum Álafosskvosina.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert