Vísitala framleiðsluverðs fyrir 4. ársfjórðung 2006 hækkaði um 0,3% frá 3. ársfjórðungi samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir hækkaði um 1,1% og vísitala framleiðsluverðs fyrir annan iðnað lækkaði um 0,3%.
Vísitalan fyrir vörur sem framleiddar voru og seldar innanlands jafngildir 0,2% verðhækkun og vísitala fyrir útfluttar vörur hækkaði um 0,4% frá 3. ársfjórðungi 2006. Vísitala framleiðsluverðs fyrir útfluttar afurðir án sjávarafurða er 1% lægri en í fyrri ársfjórðungi.
Frá fjórða ársfjórðungi 2005 hefur vísitalan í heild hækkað um 21,6%, vísitalan fyrir sjávarafurðir um 28,5% og fyrir annan iðnað um 17,0%.