Börnin ekki út suma daga vegna svifryks

Svifryksmengun í Reykjavík
Svifryksmengun í Reykjavík mbl.is/Júlíus

eft­ir Bald­ur Arn­ar­son

baldura@mbl.is

ÞORBJÖRG Helga Vig­fús­dótt­ir, formaður leik­skólaráðs Reykja­vík­ur­borg­ar, seg­ir að um­hverf­is­svið hafi mark­visst unnið „öfl­ugt starf" til að draga úr svifryki. Rætt hafi verið um að e.t.v. þyrfti sér­stakt átak í fe­brú­ar og mars þegar svifryks­meng­un­in væri mest. Í Morg­un­blaðinu í gær var skýrt frá niður­stöðum Jóns Benja­míns­son­ar um­hverf­is­fræðings um nit­urdíoxíðsmeng­un, NO2, við á fimmta tug leik­skóla Reykja­vík­ur sem kynnt­ar voru und­ir lok síðasta ára­tug­ar. Þar kom fram að NO2-meng­un­in var yfir heilsu­vernd­ar­mörk­um við 20 leik­skóla í borg­inni, ef miðað er við nú­ver­andi mörk.

Þor­björg seg­ist aðspurð aldrei hafa séð þrjár skýrsl­ur um niður­stöður mæl­inga Jóns en þær voru gerðar á ár­un­um 1997–1999.

Hún hefði spurst fyr­ir um loft­meng­un­ar­mæl­ing­ar en aldrei fengið upp­lýs­ing­ar um þess­ar skýrsl­ur.

Jón­ína Lár­us­dótt­ir, leik­skóla­stjóri Fálka­borg­ar í Breiðholti, sagði starfs­fólk leik­skóla lengi hafa beðið eft­ir aðgerðum til að minnka meng­un. Hún seg­ir meng­un­ina við skól­ann, sem er í Elliðaár­dal, stund­um svo mikla að starfs­menn "fari helst ekki út".

Sjá nán­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert