Frægasti reikningurinn

Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson í dómssal
Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson í dómssal mbl.is/ÞÖK
eft­ir Rún­ar Pálma­son

run­arp@mbl.is

Jón Ásgeir Jó­hann­es­son hélt í gær áfram að gefa skýrslu vegna meintra stór­felldra bók­halds­brota sem hann og Tryggvi Jóns­son eru sakaðir um að hafa framið árið 2001. Þessi meintu brot snerta færsl­ur í bók­haldi Baugs með bréf í breska smá­sölu­fyr­ir­tæk­inu Arca­dia, kred­it­reikn­ing frá SMS-versl­un­ar­fé­lag­inu í Fær­eyj­um og kred­it­reikn­ing frá Nordica sem Jón Ásgeir kallaði í gær "fræg­asta reikn­ing Íslands­sög­unn­ar."

Í öll­um til­vik­um eru þeir Jón Ásgeir og Tryggvi sakaðir um að hafa með þessu látið líta svo út að af­koma Baugs væri betri en raun­in var.

Ákæru­liður 14 varðar meint ólög­mætt meiri­hátt­ar bók­halds­brot sem ákæru­valdið tel­ur að snú­ist um sýnd­ar­viðskipti með hluta­bréf í Arca­dia. Látið hafi verið líta svo út að þau hafi verið seld Kaupþingi í Lúx­em­borg til að búa til hagnað í bók­haldi Baugs fyr­ir árið 2000 en sú sala hafi aldrei átt sér stað.

Fyrsta færsl­an sem ákært er fyr­ir átti sér stað í mars 2001 en þá var bók­færð sala á hluta­bréf­um Baugs í Arca­dia til Kaupþings í Lúx­em­borg fyr­ir 332 millj­ón­ir, með færslu­degi 31. des­em­ber 2000. Tel­ur ákæru­valdið að upp­hæðin hafi verið færð til eign­ar á viðskipta­manna­reikn­ingi Kaupþings og þar með myndað til­hæfu­lausa skuld. Tryggvi hafi síðan látið færa í bók­hald Baugs end­ur­kaup fé­lags­ins á fram­an­greind­um hluta­bréf­um í Arca­dia fyr­ir 544 millj­ón­ir sem stofn­fram­lag í A-Hold­ing. Með þessu hafi rang­lega verið bú­inn til hagnaður í bók­haldi Baugs upp á 164 millj­ón­ir. Seinna hafi færsl­urn­ar verið leiðrétt­ar.

Sjá ít­ar­lega frá­sögn í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert