Framkvæmdir stöðvaðar við Helgafellsbraut

Varmársamtökin í Mosfellsbæ unnu áfangasigur í dag er Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála kvað upp þann úrskurð í gær að Mosfellsbæ beri að stöðva framkvæmdir við Helgafellsbraut, hina nýju tengibraut sem liggur þétt upp við Álafosskvos.

Hinar umdeildu framkvæmdirnar verða stöðvaðar tímabundið á meðan málið er til meðferðar hjá nefndinni.

Það voru 19 einstaklingar og fasteignaeigendur við Brekkuland og Álafossveg sem stóðu að kærunni í fyrra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka