Framkvæmdir við Helgafellsbraut stöðvaðar

Deilt er um tengiveg sem fer nærri Álafosskvosinni.
Deilt er um tengiveg sem fer nærri Álafosskvosinni. mbl.is/Árni Sæberg

Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála hefur úrskurðað að Mosfellsbæ beri að stöðva framkvæmdir í Álafosskvos á meðan málið er til meðferðar hjá nefndinni. „Þetta er bráðabrigðaúrskurður, það geta verið uppi þau álitaefni að menn telji að það sé rétt að stöðva framkvæmdir á meðan verið er að klára málið,“ sagði lögfræðingur hjá úrskurðanefnd skipulags og byggingamála í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.

Ómar Stefánsson, lögfræðingur úrskurðarnefndarinnar lagði áherslu á að ekki væri verið að taka afstöðu í málinu með þessum úrskurði. „Málið fer við þetta í forgang og menn reyna að klára það eins fljótt og auðið er, þannig að efnisniðurstaða liggi fyrir," sagði Ómar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert