Gerandi og þolandi ræða saman

eftir Egil Ólafsson

egol@mbl.is

TÆPLEGA 10 málum sem upp hafa komið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum vikum og mánuðum hefur verið lokið með sáttaleið. Lögregluyfirvöld binda miklar vonir við að góður árangur verði af þessu úrræði en um er að ræða tilraunaverkefni sem standa á í tvö ár.

Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn sagði að þetta úrræði, sáttamiðlun, hefði farið af stað í haust. Reynsla væri ekki komin á það en menn byndu vonir við að árangur af þessu yrði góður. Áherslan yrði ekki síst á yngra fólk sem væri að byrja að brjóta af sér. Ekki væri gert ráð fyrir að þeir sem gerst hefðu sekir um alvarleg eða ítrekuð brot ættu kost á sáttamiðlun.

Þolandinn kynnist aðstæðum brotamannsins

Sáttaleið byggist á talsvert annarri hugmyndafræði en við eigum að venjast í afbrotamálum. Þegar brot er framið, t.d. rúða brotin í bíl, tekur lögregla málið að sér. Brotið er rannsakað og brotamaðurinn látinn sæta refsingu. Sá sem brotið framdi og sá sem brotið er gegn hittast hins vegar aldrei. Hörður sagði að sáttaleiðin þýddi hins vegar að gerandinn og þolandinn hittust og þolandinn gerði gerandanum grein fyrir hvaða afleiðingar brotið hefði haft, bæði fjárhagslega og eins tilfinningalega. Þolandinn kynntist einnig aðstæðum brotamannsins. Brotamaðurinn bæðist afsökunar á athæfi sínu og ætlast væri til að báðir gengju sáttir frá fundi. Sáttin gengi einnig út á að málsaðilar kæmu sér saman um með hvaða hætti tjónið yrði bætt.

Hörður sagði að sáttaleið gæti bæði falist í því að málinu væri lokið án þess að refsing kæmi til, en einnig gæti hluti af sáttinni falist í því að brotamaðurinn tæki út refsingu.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert