egol@mbl.is
TÆPLEGA 10 málum sem upp hafa komið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum vikum og mánuðum hefur verið lokið með sáttaleið. Lögregluyfirvöld binda miklar vonir við að góður árangur verði af þessu úrræði en um er að ræða tilraunaverkefni sem standa á í tvö ár.
Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn sagði að þetta úrræði, sáttamiðlun, hefði farið af stað í haust. Reynsla væri ekki komin á það en menn byndu vonir við að árangur af þessu yrði góður. Áherslan yrði ekki síst á yngra fólk sem væri að byrja að brjóta af sér. Ekki væri gert ráð fyrir að þeir sem gerst hefðu sekir um alvarleg eða ítrekuð brot ættu kost á sáttamiðlun.
Hörður sagði að sáttaleið gæti bæði falist í því að málinu væri lokið án þess að refsing kæmi til, en einnig gæti hluti af sáttinni falist í því að brotamaðurinn tæki út refsingu.
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.