Peter Pan hnetusmjör innkallað vegna salmonelluhættu

Heildsalan Innnes hf hefur innkallað allt Peter Pan hnetusmjör á íslenskum markaði, með framleiðslunúmeri sem hefst á 2111, því bandaríska matvælaeftirlitið segist hafa fundið fylgni salmonellusýkingar og neyslu á þessu smjöri.

Neytendur eru beðnir um að farga vörunni eða skila í viðkomandi verslun, þar sem smjörið var keypt. Ríkisútvarpið sagði frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert