Gamall póstur borinn út

mbl.is/Þorkell

Viðtak­end­ur pósts í nokkr­um göt­um Mos­fells­bæj­ar og Grafar­vogs fengu ný­lega stór um­slög með bréf­um sem póst­stimpluð voru í upp­hafi árs­ins. Morg­un­blaðinu er kunn­ugt um viðtak­anda sem hafði saknað launa­seðils, banka­yf­ir­lita og ann­ars glaðnings í árs­byrj­un. Hann hafði talið að heim­il­is­fólk hefði óvart fargað póst­in­um og kvaðst hafa gert nokk­urt veður út af því – en all­ir borið við sak­leysi sínu.

Í fyrra­dag barst hon­um stórt um­slag frá Ísland­s­pósti og þar voru bréf­in sem hafði verið saknað svo sárt eft­ir ára­mót­in. Með fylgdi af­sök­un­ar­beiðni frá Ísland­s­pósti þar sem sagði m.a. að af óviðráðan­leg­um ástæðum hefði ekki verið hægt að koma meðfylgj­andi pósti til skila fyrr.

"Starfsmaður okk­ar brást starfs­skyld­um sín­um við út­b­urð en póst­ur­inn fannst óskemmd­ur fyr­ir nokkr­um dög­um," sagði m.a. í bréfi Ísland­s­pósts.

Sjá nán­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert