Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biður vegfarendur sem kunna að hafa orðið vitni að umferðaróhappi sem varð föstudaginn 2. febrúar sl. á mótum Breiðholtsbrautar og Stekkjarbakka, en umferð þar er stjórnað með umferðarljósum. Þar lentu fólksbifreið af Honda Civic gerð, hvít að lit, sem ekið var suður Stekkjarbakka og fólksbifreið af gerðinni Toyota Yaris gerð, hvít að lit, sem ekið hafði verið vestur Breiðholtsbraut.
Ágreiningur er uppi um stöðu umferðarljósa þegar áreksturinn varð og því eru þeir vegfarendur sem kunna að hafa orðið vitni að óhappinu, beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000.