Alls bárust ríflega 2700 umsóknir um leyfi til hreindýraveiða áður en umsóknarfrestur rann út á miðnætti 15. febrúar. Dregið verður úr gildum umsóknum mánudaginn 19.febrúar kl 20:30.
Í fréttatilkynningu frá Umhverfisstofnun Nú verður farið yfir hvort einhverjar umsóknir eru ógildar þ.e. hvort vantað hefur staðfestingar um full skotvopnaréttindi (B leyfi). Þá gætu einhverjar bréflegar umsóknir verið ókomnar en þær þurfa að hafa póststimpilinn 15.feb. 2007 til þess að vera teknar gildar.
Bein útsending frá úrdrætti
Dregið verður úr gildum umsóknum mánudaginn 19.febrúar kl 20:30. Úrdrátturinn fer fram í húsnæði Þekkingarnets Austurlands að Tjarnarbraut 39 á Egilsstöðum en einnig verður hægt að fylgjast með í aðalstöðvum Umhverfisstofnunar á Suðurlandsbraut 24, á skrifstofu Veiðistjórnunarsviðs UST á Akureyri, Borgum við Norðurslóð 4.hæð og í Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupsstað.