Gjöld flugfélaga skoðuð

Samgönguráðuneytið hefur tekið til skoðunar mál sem tengjast hugsanlegum brotum flugfélaganna Icelandair og Iceland Express gegn neytendum með töku svonefndra gjalda á flugfarþega.

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir ráðuneytið hafa tekið málið upp. Enn hafi ekkert erindi um það borist ráðuneytinu eða Flugmálastjórn. Á þessu stigi málsins liggi því ekki fyrir aðrar upplýsingar en þær sem komið hafi fram í fréttum. Vegna þessara frétta hafi verið farið yfir málið í ráðuneytinu en þar sé nú verið að meta hvort og þá hvernig verði brugðist við.

Það sem varði loftferðalög snúi að samgönguráðuneytinu og sömuleiðis það sem varði gjaldtöku flugumferðarinnar. Annað snúi væntanlega að samkeppnisyfirvöldum. "Við vitum ekki til þess að loftferðalög hafi verið brotin," segir Sturla.

Í gær sendi talsmaður neytenda Icelandair bréf þar sem hann tilkynnti að athugað yrði hvort brotið hefði verið gegn réttindum og hagsmunum neytenda með töku svonefndra gjalda á flugfarþega.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert