Rúða lenti á höfði níu ára stúlku

Laugavegur í Reykjavík.
Laugavegur í Reykjavík.

Níu ára stúlka fékk rúðu í höfuðið á Laugaveginum uppúr hádegi í dag, lögregla hafði fengið tilkynningu um heimilisófrið í húsi, en honum lauk með því að tösku var kastað í glugga með einföldu gleri og fór að sögn lögreglu stórt stykki úr rúðunni niður á götu. Mildi var að rúðan var lárétt þegar hún lenti á höfði stúlkunnar, þá var hún með húfu og í góðri úlpu svo hana sakaði ekki.

Þá hljóp lögregla í morgun uppi tvítuga stúlku sem reyndi að komast undan lögreglu við Hallgrímskirkju. Stúlkan ók á stolnum bíl og fór ekki eftir fyrirmælum lögreglu um að stöðva bílinn. Hún fór svo út úr bílnum og reyndi að komast undan, en lögreglumenn hlupu hana uppi og handtóku.

Bílsins hafði verið saknað í rúma viku og er nú kominn í réttar hendur. Stúlkan mun vera góðkunningi lögreglu, en henni var sleppt að loknum yfirheyrslum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert