Sýning blaðaljósmyndarafélags Íslands opnuð í Gerðarsafni

Árleg sýning blaðaljósmyndarafélags Íslands opnaði í Gerðarsafni í Kópavogi í dag. Verðlaun fyrir mynd ársins voru veitt af Blaðamannafélagi Íslands, en Glitnir veitti verðlaun fyrir alla aðra flokka. Ásamt því að styrkja sýninguna á neðri hæð safnsins. Sýningin stendur yfir frá og með 17.febrúar til 18.mars.

Alls eru sýndar rúmlega 200 myndir að þessu sinni, en um 2.500 myndir bárust í forval keppninnar.

Eftirfarandi ljósmyndarar unnu til verðlauna:

Mynd Ársins
Árni Torfason (sjálfstætt starfandi)

Fréttamynd ársins
Júlíus Sigurjónsson (Morgunblaðið)

Íþróttamynd ársins
Valgarður Gíslason (Fréttablaðið)

Portrettmynd ársins
Þorvaldur Örn Kristmundsson (Morgunblaðið)

Landslagsmynd ársins
Árni Torfason (sjálfstætt starfandi)

Myndröð ársins
Ragnar Axelsson (Morgunblaðið)

Skoplegasta mynd ársins
Hörður Sveinsson (Nemi)

Tímaritamynd ársins
Kjartan Þorbjörnsson (Morgunblaðið)

Daglegt Líf
Bragi Þór Jósefsson (Sjálfstætt starfandi)

Þjóðlegasta mynd ársins
Kjartan Þorbjörnsson (Morgunblaðið)

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert