Hundruð fugla á frá Garðskagavita á Suðurnesjum að Njarðvíkurfitjum eru ataðir olíu segir Gunnar Þór Hallgrímsson líffræðingur. Hann skoðaði aðstæður í gær og segir marga fugla svo mikið olíublauta að þeirra bíði ekki annað en dauðinn. Greint var frá þessu í kvöldfréttum RÚV.
Gunnar Þór segist hafa séð um það bil 150 olíublauta hettumáfa, tugi æðarfugla og bjartmáfa.