Þjóðkirkjan og prestafélag Íslands harma klámráðstefnu

Auglýsingaspjald fyrir SnowGathering klámþingið.
Auglýsingaspjald fyrir SnowGathering klámþingið.

Biskup Íslands og formaður Prestafélags Íslands harma það að stór hópur klámframleiðanda hyggist koma hingað til lands í tengslum við vinnu sína og halda fund eða ráðstefnu. Í fréttatilkynningu segir að klám gangi í berhögg við kristinn mannskilning og að því fylgi alltaf lítilsvirðing á manneskjunni en klámiðnaðinum geti einnig fylgt ýmis nauðung, mansal og misnotkun á börnum.

Í fréttatilkynningunni segir m.a:

Við fögnum því að ráðamenn hafi brugðist við fréttum af heimsókninni og borgarstjóri hafi sett af stað rannsókn á þeim er tengjast þessari ráðstefnu. Við hvetjum eindregið til þess að leitað verði allra leiða til að koma í veg fyrir að hér verði haldin ráðstefna klámframleiðanda.

Klám er þjóðfélagsmein sem kemur okkur öllum við. Þessi fyrirhugaði fundur erlendra klámframleiðanda er aðeins lítill angi af því. Hann er harkaleg áminning um að við höldum vöku okkar og tökum höndum saman gegn klámi, í hvaða mynd sem það birtist. Íslensk þjóðarsál hefur viðbjóð á klámi og kynlífsnauðung. Nú reynir á að við séum sjálfum okkur samkvæm.

Við hvetjum íslensku þjóðina til að standa saman gegn því að landið okkar verði leiksvið klámmynda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert