24 ökumenn teknir ölvaðir um helgina

Tutt­ugu og fjór­ir öku­menn voru tekn­ir fyr­ir ölv­unar­akst­ur á höfuðborg­ar­svæðinu um helg­ina. Fjór­tán voru stöðvaðir í Reykja­vík, sex í Kópa­vogi og fjór­ir í Hafnar­f­irði. Flest­ir voru tekn­ir aðfaranótt sunnu­dags, eða níu. Þetta voru tutt­ugu karl­menn og fjór­ar kon­ur.

Lög­regl­an seg­ir, að elsta kon­an sé á sex­tugs­aldri en sú yngsta 18 ára, hinar eru báðar á þrítugs­aldri. Meiri­hlut­anna karl­anna sé á þrítugs­aldri en sá yngsti er 17 ára. Sá fékk bíl­próf fyr­ir fá­ein­um mánuðum en hann var tek­inn í Árbæn­um aðfaranótt laug­ar­dags. Með hon­um í bíln­um voru þrjú önn­ur ung­menni sem eru 15 og 16 ára.

Pilt­ur­inn var færður á lög­reglu­stöð og þar var hringt í móður hans. Hún var lög­regl­unni mjög þakk­lát og sagði að nú væri nóg komið. Hér eft­ir fengi son­ur­inn ekki að snerta bíl­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert