Kaupstaðarlykt af ökumanninum

Lögreglan á Akranesi stöðvaði ökumann í síðustu viku eftir að bíll hans mældist á 125 km hraða. Lögreglan segir, að ekki hafi verið laust við að kaupstaðarlykt hafi fundist af manninum þegar lögreglumenn ræddu við hann og var öndunarpróf gaf til kynna áfengisneyslu. Maðurinn var því færður á lögreglustöð þar sem úr honum var tekið blóðsýni.

Annar maður var kömmu síðar mældur á 121 km hraða og reyndist einnig vera ástæða til að færa hann á lögreglustöð grunaðan um ölvun við akstur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert