Vart við olíu við Hvalsnes

Gunnar Þór Hallgrímsson, líffræðingur, skoðar olíublautan fugl í dag.
Gunnar Þór Hallgrímsson, líffræðingur, skoðar olíublautan fugl í dag. mbl.is/ÞÖK

Olía hafa sést við Hvals­nes, en ekki ligg­ur fyr­ir hvort olí­an hafi lekið úr strandaða flutn­inga­skip­inu Wil­son Muuga. Að sögn Sveins Kára Valdi­mars­son­ar, for­stöðumanns Nátt­úru­stofu Reykja­ness, hafa frá því á laug­ar­dag fund­ist yfir 200 ol­íu­smitaðir fugl­ar á svæðinu. Sveinn vill ekk­ert full­yrða um hvort olí­an komi frá Wil­son Muuga, en seg­ir verið sé að rann­saka olíulek­ann.

Sveinn seg­ist hafa farið að kanna með fugla á sl. laug­ar­dag og þá hafi hann fundið á bil­inu 150-200 ol­íu­smitaða fugla. Í gær hafi u.þ.b. 20 fund­ist og það sama hafi sést í dag. Hann seg­ist hafa fengið upp­lýs­ing­ar frá Um­hverf­is­stofn­un að eitt­hvað gæti verið af olíu í tjörn skammt frá Wil­son Muuga. „Við fór­um þangað og þar var olía í þar­ab­ingj­um, sem hafa skolað á land yfir brim­g­arðinn,“ sagði hann í sam­tali við Frétta­vef Morg­un­blaðsins og bætti því við að sú tjörn hafi verið mikið sótt af fugl­um.

Sveinn seg­ir að það sé stefnt að því að hreinsa tjörn­ina á morg­un. „Ég get ímyndað mér að þetta verði nokkr­ir vagn­ar af ol­íu­mettuðu þangi,“ seg­ir hann.

„Við erum að sjá um 10 teg­und­ir af fugl­um sem eru með olíu á sér. Þarna í þess­um þar­ab­ingj­um get­um við hugs­an­lega út­skýrt send­linga sem við sáum, mögu­lega æðar­fugl. En það er erfitt að út­skýra hvers vegna við sáum olíu í máv­um.“

„Við vor­um eig­in­lega búin að af­skrifa það að þetta gæti verið frá Wil­son Muuga,“ seg­ir Sveinn. Þá seg­ir hann að ef ástandið sé með þess­um hætti víðar þá verði að rann­saka málið frek­ar, og bú­ast megi við að það verði gert á morg­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert