Lögreglan í Rangárvallasýslu var í síðustu viku kölluð til vegna heimilisófriðs sem endaði með því að ölvaður gestur í húsinu var handtekinn. Þegar færa átti manninn í fangageymslur á Selfossi réðist hann að lögreglumönnum og náði að bíta tvo þeirra auk þess sem hann eyðilagði gleraugu annars lögreglumannsins. Maðurinn gisti fangageymslur þar til rann af honum ölvíman.
Tvær líkamsárásir voru kærðar til lögreglunnar á Hvolsvelli um helgina. Önnur átti sér stað á þorrablóti í Rangárvallasýslu og talið, að sá sem á var ráðistsé nefbrotinn. Hin árásin var gerð í heimahúsi þar sem maður ruddist inn óboðinn og réðist að húsráðanda. Málin eru bæði í rannsókn.