Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, var útskrifaður af sjúkrahúsi í hádeginu í dag, að því er segir á heimasíðu Björns. Þar segir Björn að hann hafi verið „útskrifaður með því fororði, að ég færi hægt af stað. Miðað við mína góðu reynslu af ráðum þeirra, sem þar starfa, mun ég að sjálfsögðu hlíta þessu,“ skrifar Björn.
Björn kann þeim sínu bestu þakkir sem hafa sent honum kveðju í veikindunum og auk þess þakkar hann þeim vinum sínum sem heimsóttu hann á sjúkrahúsið.