Dómari sagði saksóknara ekki vera umboðsmann neytenda

Verjendur í Baugsmáli í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Verjendur í Baugsmáli í Héraðsdómi Reykjavíkur. mbl.is/Brynjar Gauti

Arn­grím­ur Ísberg, héraðsdóm­ari, minnti Sig­urð Tóm­as Magnús­son, sett­an rík­is­sak­sókn­ara í Baugs­mál­inu, á að hann væri ekki umboðsmaður neyt­enda í rétt­ar­saln­um. Spratt þessi at­huga­semd af yf­ir­heyrslu Sig­urðar Tóm­as­ar yfir Tryggva Jóns­syni, fyrr­um aðstoðarfor­stjóra Baugs, þar sem magnafslætt­ir vegna vöru­inn­kaupa komu til tals.

Sig­urður Tóm­as var að yf­ir­heyra Tryggva um af­slætti, sem Bón­us fékk hjá byrgj­um á sín­um tíma. Tryggvi sagði, að um hefði verið að ræða reikn­inga, sem hefðu verið bók­færðir þannig að af­slátt­ur­inn kæmi ekki strax fram í verðlagi svo ekki mynduðust sveifl­ur í vöru­verði.

Sak­sókn­ari sagði þá: „Þú mein­ar til að neyt­end­ur nytu ekki góðs af því?" Þá mót­mælti Gest­ur Jóns­son, verj­andi Jóns Ásgers Jó­hann­es­son­ar, for­stjóra Baugs, harðlega og sagði að glós­ur um fyr­ir­tæki ákærðu í mál­inu væru ómak­leg­ar og óþarfar því þær yrðu gjarn­an að um­fjöll­un­ar­efni fjöl­miðla. Í kjöl­farið gerði dóm­ar­inn fyrr­greinda at­huga­semd.

Nú er verið að yf­ir­heyra Tryggva um viðskipti Baugs við Jón Ger­ald Sul­len­ber­ger, eig­anda Nordica. Kom m.a. fram að Tryggvi sagðist ekki kann­ast við tölvu­pósta, sem lagðir voru fram.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert