Magnús Ólafsson, sölumaður fasteigna hjá Lögmannsstofu Stefáns Ólafssonar á Blönduósi segir að gærdagurinn, mánudagurinn 19. febrúar, hefði verið sögulegur að því leyti, að þetta væri í fyrsta skipti í 10 ára sögu fasteignasölunar að ekkert íbúðarhús væri til sölu á Blönduósi.
Það hefur verið afar erfitt að fá keypt íbúðarhús á Blönduósi undanfarin misseri og nú er svo komið að ekkert er til sölu, að sögn Magnúsar.
Það er því tímabært að trésmiðjan Stígandi er að byggja parhús við Smárabraut 6-8 en það munu vera um 17 ár síðan síðast var reist íbúðarhús í þéttbýli Blönduóss.