Allt tiltækt slökkvilið Vesturbyggðar var kallað út fyrir stundu eftir að eldur kom upp í gömlu trésmíðaverkstæði, tréverkshúsinu svokallaða. Mikill eldur mun vera í húsinu en þar hefur ekki verið starfsemi að undanförnu. Slökkvilið er enn að störfum samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Ísafirði en ekki er vitað um eldsupptök. Á vefsíðunni bildudalur.is segir að þak hússins sé hrunið og húsið væntanlega gjörónýtt.
Tréverkshúsið stendur við vegamótin þar sem ekið er inn í þorpið. Mikinn reyk leggur frá brunanum en vindátt liggur inn dalinn og er því enginn reykur í þorpinu.