Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. er kominn heim af ráðstefnu um hvalveiðar í Japan. Hann sagðist aðallega hafa farið til að sækja ráðstefnuna. Aðspurður hvort hann hefði ekki nýtt ferðina jafnframt sem söluferð svaraði hann því til að það væri ekki tímabært þar sem hann biði eftir niðurstöðum úr efnagreiningum á hvalkjötinu.
„Menn vilja fá að vita nákvæmlega hvað er í þessu vegna þess að það hefur ekki verið hreyft við þessu í svo mörg ár," sagði Kristján í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.
En var eitthvað á fundinum að græða? „Nei, það mættu svo fáar af þeim þjóðum sem eru á móti hvalveiðum og það sýnir bara hvað þetta er pólaríserað," sagði Kristján að lokum.