Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg verður hótel

Heilsuverndarstöðin í Reykjavík.
Heilsuverndarstöðin í Reykjavík. mbl.is

Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg var seld einkaaðila fyrir um fjórum vikum síðan og stendur til að opna þar hótel. Jón Guðmundsson hjá Fasteignamarkaðnum, segist ekki skilja hvers vegna enn sé verið að ræða málið á þingi þar sem byggingin sé ekki lengur til sölu.

Segir Jón að reynt hafi verið að bjóða heilbrigðisráðuneytinu húsið til kaups, til áframhaldi notkunar sem heilsuverndarstöð, en að það hafi ekki borið árangur. Kaupandi hafi svo komið fram og húsið verið selt í kjölfarið.

Kaupsamningi hefur ekki verið þinglýst og fæst ekki upp gefið hver kaupandinn er. Hins vegar segir Jón að kaupandinn hafi í hyggju að opna hótel á staðnum.

Heilsuverndarstöðin var friðuð að hluta á síðasta ári en nær friðunin til ytra borðs, ásamt aðalanddyris og stigahúss, anddyra við Barónsstíg og Egilsgötu auk tilheyrandi fastra innréttinga, gólfefna og frágangs. Höfundar eru arkitektarnir Einar Sveinsson og Gunnar H. Ólafsson en byggingarstíl hússins má fremur heimfæra upp á póstmódernisma en módernisma og var á undan sinni samtíð hvað hönnun varðar. Húsið er fyrsta sérhannaða heilsugæslubygging landsins.

Segist Jón ekki vita annað en að nýr eigandi hyggist virða þær kvaðir sem fylgja kaupum á húsinu, en telur að þær komi ekki í veg fyrir að þar verði hægt að innrétta hótel.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert