Kartöflumús í Bónus?

Mikl­ar vanga­velt­ur hafa verið um það á bloggsíðum lands­ins í dag, hvort mýs hafi náðst á mynd, sem tek­in var í Bón­us í Holta­görðum þar sem fréttamaður Stöðvar 2 var að gera verðkönn­un. Mynd­in var sýnd í þætt­in­um Íslandi í dag í gær­kvöldi og virðist sem mýs skjót­ist eft­ir gólf­inu. En Guðmund­ur Marteins­son, fram­kvæmda­stjóri Bón­uss, seg­ist ekki sjá bet­ur en að þarna hafi tvær kart­öfl­ur skoppað niður á gólf.

„Ég sá frétt­ina í gær en ég sá eng­ar mýs. Ég sá þarna tvær kart­öfl­ur skjót­ast hjá. Þetta er kannski í mesta lagi kart­öflumús," sagði Guðmund­ur við Morg­un­blaðið.

Hann sagði að eng­inn mús­gang­ur væri í Bón­us í Holta­görðum þótt aldrei væri hægt að úti­loka að mýs kæm­ust inn í húsið, frem­ur en í önn­ur hús. Viður­kennd­ur aðili hefði um­sjón með mein­dýra­vörn­um líkt og stjórn­völd gerðu kröfu um.

Guðmund­ur sagði að sér hefði verið sagt að nán­ar yrði fjallað um þetta á Stöð 2 í kvöld og lík­lega væri best að bíða eft­ir að frétt­in birt­ist aft­ur þar, hann hefði eng­in tæki eða tól til að stækka mynd­ina upp.

Guðmund­ur bætti við að það væri fyr­ir neðan alll­ar hell­ur ef at­hygl­in beind­ist öll að því að rýna í hvort mýs eða kart­öfl­ur hefðu skot­ist yfir gólfið en ekki að þeirri niður­stöðu verðkönn­un­ar­inn­ar, sem sagt var frá á Stöð 2 í gær­kvöldi, að þurr­var­an hefði verið ódýr­ari í Bón­us en í ódýr­ustu lág­vöru­verðbúðinni í Dan­mörku sem væri 20 sinn­um stærra markaðssvæði. Þetta væri þó lýs­andi fyr­ir umræðuna um mat­vörumarkaðinn á Íslandi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert