Skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti síðasta sumar að heimila flutning á húsinu sem stendur við Laugaveg 74 en það er hluti af friðaðri götumynd sem samanstendur af þremur húsum sem voru reist árið 1902. Í gildandi deiliskipulagi er veitt heimild til að stækka húsið en ekkert er þar að finna um heimild til flutnings eða niðurrifs og samkvæmt áliti Skipulagsstofnunar kallar slík ákvörðun á breytingu á deiliskipulaginu.
Þórður Magnússon, stjórnarmaður í Torfusamtökunum, segir að ákvörðun skipulagsráðs sé stórfurðuleg og auk þess klárt brot á reglum eins og álit Skipulagsstofnunar sýni. Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.