Einhver olía virðist smitast aftan úr Wilson Muuga og liggur lítilsháttar taumur til hafs. Svo virðist sem einhver olía komist úr skipinu á stórstraumsfjöru og er ekki útilokað að það sé orsökin fyrir olíumengun þeirri sem fundist hefur í tjörn nærri skipinu að sögn Gottskálks Friðgeirssonar hjá Umhverfisstofnum.
Olíuleifum hefur verið dælt í dag úr skipinu og verður því haldið áfram til morguns. Gengið var meðfram fjörunni á háfjöru um klukkan þrjú í dag og sjást tvö göt á skipinu, þau stærstu hins vegar eru undir sjó og sjást ekki.
Þá var fóru menn frá Umhverfisstofnun, Náttúrustofa Reykjaness og Heilbrigðiseftirliti með þyrlu landhelgisgæslunnar að leita að olíumengun, en sáust engin ummerki um olíumengun.
Gunnar Þór Hallgrímsson, líffræðingur hjá Náttúrustofu Reykjaness, sagði að mjög nauðsynlegt væri að hreinsa sem fyrst tjörnina eða sjávarlónið, sem olían hefur borist í. Þetta svæði sé afar mikilvægt fyrir farfugla, ekki síst svonefnda umferðarfarfugla sem hafa hér viðdvöl á leið til norðlægari slóða, og þarna sé oft mjög mikið af vaðfugli á vorin.