Samherji er ígildi stóriðju

Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is
Forstjóri Samherja segir ekkert að því að hampa margfeldisáhrifum fyrirtækisins þó slíkt virðist helst ekki mega gera nema varðandi stóriðju – enda sé starfsemi Samherja ígildi stóriðju. Hann segir fyrirtækið hafa markað ákveðin spor í íslenskum sjávarútvegi.

Margfeldisáhrif

„Hjá Samherja starfa yfir 600 manns hér á landi og að auki höfum við leitast við að færa verkefni á ýmsum sviðum inn á Eyjafjarðarsvæðið. Við höfum líka átt þátt í að stofna önnur fyrirtæki og styrkja þau sem fyrir eru hér. Á tyllidögum kalla menn slíkt gjarnan margfeldisáhrif og tala helst ekki um þau nema í tengslum við stóriðju. Mér finnst ekkert að því að hampa margfeldisáhrifunum þegar Samherji er annars vegar enda er starfsemi félagsins ígildi stóriðju," sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, við formlega vígslu nýs og endurbætts skrifstofuhúsnæðis félagsins.

Blásið til sóknar

Eins og greint var frá í Morgunblaðinu á sunnudaginn tilkynnti Þorsteinn Már þar, að Samherji hæfist brátt handa við að reisa fullkomnasta fiskvinnsluhús í heimi á Dalvík. Hann sagði mikla vinnu hafa verið lagða í hönnun þess innan fyrirtækisins.

"Fiskvinnsluhús okkar á Dalvík hefur meðal annars verið stærsti framleiðandi landsins á ferskum fiskhnökkum undanfarin ár. Það er vegna þess að hráefnisöflunin byggist öll á veiðum stærri togskipa. Af sömu ástæðu hefur starfsfólk frystihússins á Dalvík ekki verið kauplaust einn einasta dag frá árinu 2000," sagði hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert