Samtökin Betri byggð furða sig á "ægivaldi samgönguyfirvalda"

Samtökin Betri byggð furða sig á því að í samgönguáætlun, sem nú liggur fyrir Alþingi, skuli gert ráð fyrir því að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni.

Í stefnumótunarkafla samgönguáætlunar segir: "Reykjavíkurflugvöllur verði áfram miðstöð innanlandsflugsins og þar rísi samgöngumiðstöð." Þetta er ótímasett og gildir því til ársloka 2018.

Samtökin Betri byggð benda á að gríðarleg barátta hafi átt sér stað á undanförnum árum og áratugum, innan flokka sem utan, fyrir því að flugvöllur víki úr Vatnsmýrinni og að þar rísi miðborg höfuðborgarinnar. Þessi barátta hafi skilað þeim árangri að fjórir af fimm flokkum sem buðu fram í Reykjavík sl. vor, höfðu þá stefnu að flug skuli víkja úr Vatnsmýrinni eigi síðar en árið 2016.

Samtökin spyrja hvort borgaryfirvöld ætli að "kokgleypa þessa tilskipun" frá samgönguráðuneytinu þvert á stefnu sína í kosningabaráttunni.

Samtökin gagnrýna það sem þau kalla ægivald samgönguyfirvalda á skipulagsmálum höfuðborgarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert