Segir um 30 tré úr Heiðmörk í geymslu

Hluti trjánna úr Heiðmörk, sem fundust í gær.
Hluti trjánna úr Heiðmörk, sem fundust í gær. mbl.is/Kristinn

Kristinn Wium Tómasson, fulltrúi verkkaupa, þ.e. Kópavogsbæjar, í tengslum við lagningu Klæðningar hf. á vatnsleiðslu í gegnum Heiðmörk, áætlar að alls hafi í kringum sextíu tré verið fjarlægð af svæðinu í tengslum við framkvæmdirnar sem hófust fyrir meira en mánuði. Segir hann í kringum þrjátíu 3–6 metra há tré hafa verið urðuð á Kjóavöllum í Kópavogsbæ. Tekur hann fram að umrædd tré hafi verið sinubrunnin og illa farin að neðan.

Að sögn Kristins voru um þrjátíu 2–3 metra tré fjarlægð úr Heiðmörk og komið fyrir á afgirtu geymslusvæði í Hafnarfirði 7.–9. febrúar sl., en freista á þess að gróðursetja trén aftur þegar framkvæmdum er lokið við þann áfanga sem verið var að vinna þegar framkvæmdir stöðvuðust. Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert