Skógræktarfélagið geri tillögu að samkomulagi við Kópavogsbæ

Stórir skurðir hafa verið grafnir í gegnum Þjóðhátíðarlundinn í Heiðmörk.
Stórir skurðir hafa verið grafnir í gegnum Þjóðhátíðarlundinn í Heiðmörk. mbl.is/RAX

Full­trú­ar Skóg­rækt­ar­fé­lags Reykja­vík­ur og Kópa­vogs­bæj­ar hitt­ust í dag til að ræða fram­kvæmd­ir í Heiðmörk. Helgi Gísla­son, fram­kvæmda­stjóri Skóg­rækt­ar­fé­lags­ins sat fund­inn af hálfu fé­lags­ins ásamt Aðal­steini Sig­ur­geirs­syni vara­for­manni og Kristni Bjarna­syni lög­manni. Helgi sagði full­trúa Skóg­rækt­ar­fé­lags­ins hafa verið boðaða á fund­inn til að Kópa­vogs­menn gætu skýrt sína hlið á mál­inu.

„Við kynnt­um þeim að fé­lagið hefði ákveðið að leggja fram kæru á hend­ur þeim varðandi þessa fram­kvæmd, sem er ólög­leg. Það var farið yfir hvort fram­kvæmd­araðilar hafi haft sam­ráð við fé­lagið og ég held að það hafi verið ágæt­lega upp­lýst að svo var ekki,“ sagði Helgi.

Hann sagði að bolt­inn væri nú hjá Skóg­rækt­ar­fé­lag­inu sem ætti að gera til­lögu að sam­komu­lagi við Kópa­vog um fram­hald fram­kvæmd­ar­inn­ar, frá­gang verks­ins, sam­skipti og bæt­ur. Þá var rætt að full­trú­ar Kópa­vogs, verk­tak­ans og Skóg­rækt­ar­fé­lags­ins hitt­ist til þess að fara yfir ákveðnar tækni­leg­ar út­færsl­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert