Bifreið rakst á umferðarskilti á Reykjanesbraut

Tilkynnt um árekstur á Reykjanesbraut skammt frá verslun Garðheima í Reykjavík um kl. 20:30 í kvöld. Lögregla segir að ein bifreið hafi ekið á umferðarskilti, og hún segir að sjónarvottur sem tilkynnti atvikið hafi sagt að bifreiðin verið í kappakstri við aðra bifreið þegar áreksturinn varð. Ökumaðurinn sem lenti í árekstrinum hafði samband við Fréttavef Morgunblaðsins og vildi koma því á framfæri að það væri ekki rétt að um kappakstur hafi verið að ræða.

Hann segir að önnur bifreið hafi verið ekið skyndilega í veg fyrir sig með þeim afleiðingum að bifreiðin rakst á skiltið og hafnaði á öfugum vegarhelmingi.

Sjúkrabifreið var send á staðinn en í ljós kom að hennar reyndist ekki þörf þar sem engin slys urðu á fólki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert