Hraðakstur á Hallsvegi

Brot 107 öku­manna voru mynduð á Halls­vegi í Grafar­vogi sl. mánu­dag. Fylgst var með öku­tækj­um sem var ekið í vesturátt, þ.e. að Strand­vegi. Á einni klukku­stund, laust eft­ir há­degi, fóru 190 öku­tæki þessa akst­urs­leið og því ók meira en helm­ing­ur öku­manna of hratt eða yfir af­skipta­hraða.

Meðal­hraði hinna brot­legu var tæp­ir 66 km/​klst. Þarna er 50 km há­marks­hraði en þeir sem hraðast óku voru mæld­ir á 80 en þar var um tvö öku­tæki að ræða. Liðlega tutt­ugu öku­tæki mæld­ust á yfir 70 km hraða.

Eft­ir­lit lög­regl­unn­ar á Halls­vegi kom í kjöl­far ábend­inga frá íbú­um í hverf­inu sem kvörtuðu und­an hraðakstri á þess­um stað, seg­ir lög­regla.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert