Hugmyndir um eyjabyggðá Akureyri

Fyrirtækið Björgun hefur sett fram hugmyndir um lágreista byggð fjölbýlishúsa og raðhúsa við Pollinn í botni Eyjafjarðar og hefur málið verið til umfjöllunar hjá yfirvöldum í Eyjafjarðarsveit og á Akureyri síðustu mánuðina. Alls er óvíst hvort hugmyndirnar verða að veruleika en óhætt er að segja að ásýnd svæðisins breytist verulega ef af framkvæmdum verður.

Það er Björn Ólafs arkitekt sem unnið hefur teikningar að hugmyndinni fyrir Björgun. Þær fela í sér byggð raðhúsa í fjörunni sunnan við þjóðveg 1 – við tjörnina í krikanum þar sem Eyjafjarðarbraut austari og Leiruvegurinn mætast – og hús á manngerðum eyjum á strandsvæði við Pollinn, norðan Leiruvegarins. Alls 351 íbúð í lágreistri byggð raðhúsa og lítilla fjölbýlishúsa.

Nánar er greint frá málinu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert