Keppa í óbeislaðri fegurð

áhugahópur um óbeislaða fegurð í hyggju að efna til óhefðbundinnar fegurðarsamkeppni á Ísafirði. Keppnisreglur eru einfaldar og er meiningin að bæði kynin geti tekið þátt. Þátttakendur verða að vera komnir af barnsaldri og vera sem upprunalegastir þ.e. hárígræðlsur, brjóstastækkanir og aðrar lýtaaðgerðir geta útilokað fólk frá keppni.

„Það telst keppendum til tekna ef lífið sést utan á þeim. Er þá átt við að aldur, aukakíló, hrukkur, slit vegna barnsfæðinga, lafandi brjóst, skalli, loðið bak, appelsínuhúð o.þ.h. teljast til kynþokka. Keppendur munu hvorki þurfa að grenna sig né þyngja til að geta tekið þátt og aðstandendur keppninar minna á að tíðar ferðir í ljós geta valdið krabbameini. Keppt verður um titilinn óbeisluð fegurð 2007 auk nokkurra titla, michelin 2007, húðslit 2007, dansukker 2007 svo einhverjir séu nefndir“, segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert