Keppa í óbeislaðri fegurð

áhuga­hóp­ur um óbeislaða feg­urð í hyggju að efna til óhefðbund­inn­ar feg­urðarsam­keppni á Ísaf­irði. Keppn­is­regl­ur eru ein­fald­ar og er mein­ing­in að bæði kyn­in geti tekið þátt. Þátt­tak­end­ur verða að vera komn­ir af barns­aldri og vera sem upp­runa­leg­ast­ir þ.e. hárígræðlsur, brjóstas­tækk­an­ir og aðrar lýtaaðgerðir geta úti­lokað fólk frá keppni.

„Það telst kepp­end­um til tekna ef lífið sést utan á þeim. Er þá átt við að ald­ur, auka­kíló, hrukk­ur, slit vegna barns­fæðinga, laf­andi brjóst, skalli, loðið bak, app­el­sínu­húð o.þ.h. telj­ast til kynþokka. Kepp­end­ur munu hvorki þurfa að grenna sig né þyngja til að geta tekið þátt og aðstand­end­ur keppnin­ar minna á að tíðar ferðir í ljós geta valdið krabba­meini. Keppt verður um titil­inn óbeisluð feg­urð 2007 auk nokk­urra titla, michel­in 2007, húðslit 2007, dansukk­er 2007 svo ein­hverj­ir séu nefnd­ir“, seg­ir í til­kynn­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka