Magnús Scheving frumkvöðull, framkvæmdastjóri og stofnandi Latabæjar mun halda fyrirlestur í Háskólanum á Bifröst föstudaginn 23. febrúar nk. Fyrirlesturinn verður í Hriflu og hefst klukkan 12 á hádegi, að því er segir í tilkynningu.
Efni fyrirlestursins er Latibær, hugmyndafræðin og framtíðin. Tilefnið er að verið er að gera kvikmynd um líf og starf Magnúsar og verður þessi atburður festur á filmu. Sérstakur hópur kvikmyndagerðarmanna kemur til landsins af því tilefni og óskaði Magnús eftir því að þessi hluti kvikmyndarinnar yrði tekinn upp á Bifröst en Magnús er Borgfirðingur eins og menn vita, segir í tilkynningunni.