Segir að um samsæri sé að ræða

Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson í dómssal
Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson í dómssal mbl.is/ÞÖK

Í morg­un héldu yf­ir­heyrsl­ur áfram yfir Tryggva Jóns­syni, fyrr­ver­andi aðstoðarfor­stjóra Baugs, í Héraðsdómi Reykja­vík­ur. Sak­sókn­ari spurði ít­rekað um tölvu­pósta sem fund­ust í tölvu Jóns Ger­alds Sul­len­ber­ger en Tryggvi svaraði því til að hann kannaðist við mörg atriði í þeim en ekki beint við tölvu­póst­ana sjálfa.

Tryggvi sagði í rétt­ar­saln­um í morg­un að hann teldi að um sam­særi væri að ræða gegn Baugi og benti hann á þá til­vilj­un að tölvu­póst­ar frá Jón­ínu Bene­dikts­dótt­ur til Styrmis Gunn­ars­son­ar, sem Frétta­blaðið birti á sín­um tíma, hefðu verið skrifaðir sama dag og tölvu­póst­ar milli hans sjálfs og Jóns Ger­alds þar sem þeir gerðu upp sín viðskipti.

Í þeim hafi verið lokið sam­skipt­um Baugs við Jón Ger­ald en í tölvu­pósti til Tryggva sagði Jón Ger­ald ekki geta annað en gengið að þess­um viðskipt­um en hann væri ekki sátt­ur við það eft­ir tíu ára viðskipti við þá að standa uppi með tvær hend­ur tóm­ar.

Taldi Tryggvi þetta benda til þess að með þeim póst­um hafi verið reynt að leggja gildru fyr­ir Baug og fá þá til að samþykkja að hafa átt í lysti­bátn­um Thee Vik­ing. Sem þeir hafa ít­rekað neitað að hafa átt hlut í.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert