Tryggva sagt að staða hans myndi breytast yrði hann samvinnuþýður

Tryggvi Jónsson og Gestur Jónsson ræðast við í réttarsalnum. Jakob …
Tryggvi Jónsson og Gestur Jónsson ræðast við í réttarsalnum. Jakob R. Möller stendur við borðið. mbl.is/Árni Sæberg

Yf­ir­heyrsl­um er nú lokið yfir Tryggva Jóns­syni, fyrr­um aðstoðarfor­stjóra Baugs Group, í Baugs­mál­inu svo­nefnda í Héraðsdómi Reykja­vík­ur. Fram kom við yf­ir­heyrsl­urn­ar í dag, að Tryggvi fékk þau boð frá starfs­mönn­um efna­hags­brota­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra, að staða hans í mál­inu kynni að breyt­ast ef hann yrði sam­vinnuþýður og skýrði satt og rétt frá.

Gest­ur Jóns­son, lögmaður Jóns Ásgeirs Jó­hann­es­son­ar, for­stjóra Baugs Group, spurði Tryggva hvort lög­regl­an hefði boðið hon­um eitt­hvað sam­komu­lag þegar rann­sókn máls­ins stóð yfir, og svaraði Tryggvi, að hon­um hefði verið sagt, að hann væri í raun auka­leik­ari í mál­inu staða hans kynni að breyt­ast ef hann skýrði satt og rétt frá at­vik­um.

Síðar í yf­ir­heyrsl­un­um kom fram, að í des­em­ber 2002 hafði Arn­ar Jens­son, þáver­andi starfsmaður efna­hags­brota­deild­ar, haft sam­band við Andra Árna­son, þáver­andi lög­mann Tryggva, og sagt hon­um að þar á bæ vildu menn fyrst og fremst ná Jóni Ásgeiri. Sagði Tryggvi aðspurður að ef hann hefði orðið við ósk Arn­ars myndi staða hans breyt­ast úr sak­born­ingi í vitni.

Sig­urður Tóm­as Magnús­son, sett­ur sak­sókn­ari, sagðist eft­ir þing­haldið ekki geta sagt til um hvort Tryggva hafi verið boðin vitn­astaða, en ef svo hafi verið er það ekki sam­kvæmt „leik­regl­un­um“.

„Mér heyrðist [Tryggvi] nú bara vera að draga þær álykt­an­ir, ekki að hon­um hafi verið lofað eða slíkt verið gefið í skyn. Hins veg­ar ef menn segja satt og rétt frá þá verður staða þeirra miklu betri. Sam­kvæmt al­menn­um hegn­ing­ar­lög­um er það refsi­lækk­un­ar­ástæða,“ seg­ir Sig­urður Tóm­as.

Aðalmeðferð máls­ins held­ur áfram í fyrra­málið í Héraðsdómi Reykja­vík­ur. Þá hefst yf­ir­heyrsla yfir Jóni Ger­ald Sul­len­ber­ger og einnig stend­ur til að ljúka yf­ir­heyrsl­um yfir Jóni Ásgeiri eft­ir há­degið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert