Umhverfisstofnun óttast að stjórnskipan náttúruverndarmála verði of flókin

Umhverfisstofnun telur ekki þörf á sérstökum lögum til að stofna Vatnajökulsþjóðgarð og að með nýju frumvarpi umhverfisráðherra verði stjórnskipan náttúruverndarmála alltof flókin. Þetta kemur fram í umsögn stofnunarinnar um frumvarpið en það verður tekið fyrir á fundi umhverfisnefndar Alþingis í dag.

Í umsögninni er því fagnað að tekin hafi verið ákvörðun um að stefna að friðlýsingu Vatnajökuls og helstu áhrifasvæða jökulsins. Hins vegar sé ekki nauðsynlegt að gera það með sérstakri löggjöf heldur myndi nægja að nýta lög um náttúruvernd með smávægilegum breytingum. Þá bendir Umhverfisstofnun á að nefndin sem vann frumvarpið hafi haft lítið samráð við stofnunina. Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert