Ætlun umhverfisráðherra að stækka friðlandið í Þjórsárverum

Úr Þjórsárverum
Úr Þjórsárverum mbl.is/Brynjar Gauti

Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra, segir í svari á Alþingi, að það sé ætlun hennar að stækka friðlandið í Þjórsárverum á grundvelli tillagna starfshóps, sem skipaður var til að gera tillögur um slíka stækkun.

Starfshópurinn var skipaður í nóvember en í honum sitja Árni Bragason, formaður, Egill Sigurðsson, tilnefndur af Ásahreppi, Þorgils Torfi Jónsson, tilnefndur af Rangárþingi ytra, og Gunnar Örn Marteinsson, tilnefndur af Skeiða-og Gnúpverjahreppi.

Starfshópnum er einnig ætlað að hafa samráð við sérfræðinga og hagsmunaaðila á svæðinu og gera tillögur um stækkun friðlandsins svo og hugsanlegar breytingar aðrar á mörkum friðlandsins og einstökum atriðum friðlýsingarinnar. Í skipunarbréfi starfshópsins var reiknað með að hann skilaði tillögum sínum til ráðherra fyrir 1. febrúar sl. en nú liggur fyrir að starfshópurinn muni skila tillögum sínum um næstkomandi mánaðamót.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert