DV dagblað að nýju

Hreinn Loftsson, Hjálmar Blöndal, Sverrir Arngrímsson og Guðbrandur Magnússon skoða …
Hreinn Loftsson, Hjálmar Blöndal, Sverrir Arngrímsson og Guðbrandur Magnússon skoða DV þegar það kom úr prentun í morgun mbl.is/Ásdís

DV verður að dagblaði í dag en blaðið mun koma út á virkum dögum að nýju eftir talsvert hlé. Frá því nýtt útgáfufélag tók við rekstri blaðsins, hefur verið unnið að undirbúningi þess að gera DV að dagblaði ásamt því að styrkja og efla helgarblað DV sem kemur áfram út á föstudögum.

DV mun framvegis koma út fimm daga vikunnar, mánudaga til föstudaga. Áfram verður hægt að kaupa áskrift af helgarblaði DV en fyrst um sinn mun DV aðra daga en föstudaga aðeins verða selt í lausasölu. Mun blaðið verða til sölu á lausasölustöðum fyrir kl. 12 á hádegi frá mánudegi til fimmtudags. Sú nýbreytni verður þó fyrir áskrifendur DV að helgarblaðið mun berast þeim snemma á föstudagsmorgnum.

Árvakur sér um prentun og dreifingu blaðsins sem er síðdegisblað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert