Framleiðendum klámefnis vísað frá Hótel Sögu

Auglýsingaspjald fyrir SnowGathering klámþingið.
Auglýsingaspjald fyrir SnowGathering klámþingið.

Stjórn Bænda­sam­taka Íslands, sem eiga Hót­el Sögu, hef­ur ákveðið að vísa frá hópi fólks sem bókað hafði gist­ingu á Radis­son SAS Hót­el Sögu dag­ana 7.-11. mars og komið hef­ur síðar í ljós að teng­ist fram­leiðslu klám­efn­is. Ákvörðun þessi er studd af Rezidor Hotel Group sem er rekstr­araðili Radis­son SAS hót­elkeðjunn­ar.

Með þessu vilja Bænda­sam­tök­in lýsa vanþókn­un sinni á starf­semi þeirri sem of­an­greind­ur hóp­ur teng­ist. Hót­elið hef­ur ekki farið var­hluta af sterk­um viðbrögðum al­menn­ings und­an­farna daga og í fyrra­dag lýstu borg­ar­yf­ir­völd þenn­an hóp óvel­kom­inn í Reykja­vík, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka