Klámframleiðendur ætla að leita lögfræðiaðstoðar vegna fjárhagslegs tjóns

00:00
00:00

Fram­leiðend­ur klám­efn­is á síðunni FreeO­nes.com, sem ætluðu að halda ráðstefn­una Snowg­at­her­ing 2007 hér á landi, segj­ast hrygg­ir yfir því að af­lýsa hafi þurft ráðstefn­unni þar sem eig­end­ur Radis­son SAS, Hót­el sögu, hafi ekki þolað þrýst­ing frá fjöl­miðlum og stjórn­mála­mönn­um. Sam­tök­in ætli að leita sér lög­fræðiaðstoðar vegna þess fjár­hags­lega tjóns sem af þessu hlýst fyr­ir fram­leiðend­urna og þvert á ís­lensk lög, að því er fram kem­ur í yf­ir­lýs­ingu frá þeim.

FreeO­nes.com segja ákveðna hópa hér á landi á þeirri skoðun að fólk megi ekki velja sér starf sem þeim sé ekki þókn­an­legt. Þau segj­ast ekki skilja hvernig þessi ákvörðun hafi verið tek­in og styðji hana ekki. Þau hafi orðið við öll­um ósk­um hót­els­ins. Þá segj­ast sam­tök­in hafa fengið staðfest­ingu frá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu fyr­ir því að ráðstefnu­gest­ir fengju sömu meðferð og aðrir ferðamenn.

„Svo virðist sem það að vera tengd­ur klámi sé orðið að nýj­um lög­um á Íslandi sem kveða á um að slík mann­eskja megi ekki vera í land­inu. Landi sem hef­ur meiri áhyggj­ur af því, að kon­ur fari úr föt­un­um af fús­um og frjáls­um vilja án þrýst­ings eða hót­ana, en út­rým­ingu dýra eins og hvala!“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni á síðunni www.snowg­at­her­ing.com.

Þó hafi marg­ir Íslend­ing­ar lýst yfir stuðningi við FreeO­nes.com og þeim séu fram­leiðend­urn­ir þakk­lát­ir.

„Ég myndi skilja að fólk æsti sig ef við ætluðum að fara til Íslands til að búa til klám og brjóta lög lands­ins. En að for­dæma okk­ur fyr­ir störf okk­ar, sem eru lög­leg í okk­ar landi, ég skil bara ekki hvert vanda­málið er. Það er ekk­ert vit í þessu, öll þessi umræða er glóru­laus,“ sagði Christ­ina Ponga, skipu­leggj­andi Snowg­at­her­ing 2007, í sam­tali við Frétta­vef Morg­un­blaðsins í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert